fimmtudagur, 6. október 2011

Hollustuflipp.


Nei nú held ég að ég sé búin að toppa allt, er hægt að hafa það hollara?
Getur fæði verið of hollt?
Ef svo er þá hlýt ég að vera að nálgast mörkin, spáið í þetta:

Graskersfræ,
cashewhnetur,
gúrka,
sellerí,
steinselja,
spínat,
ferskur engifer,
limesafi,
alfalfa spírur,
spírulína,
kókosvatn,
extra virgin ólífuolía,
vatn.

Þetta allt var innihald hristings sem ég fékk mér í morgunmat.
Ég þarf varla að taka það fram að hann var grænn, og merkilegt nokk, þá var hann góður (jafnvel þó að ég hafi alltaf hatað sellerí).

Ég er nefnilega markvisst að reyna að troða selleríinu inn í fæðið mitt því að miðað við það sem ég hef lesið þá virðist þessi planta vera allra (minna að minnsta kosti) meina bót.

Ég bara gat ekki orða bundist þegar ég fór að íhuga hvað ég var að setja oní mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli