laugardagur, 10. júlí 2010

Meiri þæfingur í töskuformi.


Freygerður hér.

Taska númer tvö sem ég gerði var úr einföldum plötulopa og garni sem heitir Fame trend, prjónað saman.

Ég þarf aðeins að þróa þetta form betur en áferðin var stórskemmtileg. Aftur var pælingin lopi sem þæfist með fínum þræði sem þæfist ekki.

Og nú gerðist ég stórtæk, bjó til eina litla sem Egill sníkti út úr mér. Þarna var hins vegar léttlopi með örfínum marglitum nælonþræði og svolítið meiri litagleði. Þarna prjónaði ég tvö hringlaga form, framhlið og bakhlið með úrtökum þannig að umferðirnar liggja eins og þær geisli út frá miðjunni, skeytti þeim svo saman með hliðarrenning sem myndaði líka axlarbandið, sem ég prjónaði við.
Þá datt mér í hug að útvíkka þá hugmynd og bjó til eina stóra í sama formi, en alla prjónaða í einu stykki. Ég birti mynd af henni seinna, þegar ég er búin með allan frágang. Fleiri hugmyndir fæddust út frá þessu hringformi, t. d. kjóll sem ég á eftir að taka mynd af.


Og bakhliðin:

Svo verð ég að skella einni með af stoltum töskueiganda:

2 ummæli:

  1. Flott hjá þér....og skemmtilegt blogg :) Nú langar mig að prófa að þæfa ull með öðru garni.

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir það.
    Það er nefnilega svo spennandi, því þú veist aldrei alveg hver útkoman er.

    SvaraEyða